Hvað er Noona?

Noona er markaðstorg fyrir þjónustu og upplifanir.

Noona gerir þér kleift að bóka tíma hjá helstu þjónustufyrirtækjum landsins á einum og sama staðnum. Hvort sem þú þarft tíma í hárgreiðslu, snyrtingu, nudd, ljós, göngugreiningu eða þarft að hitta sálfræðing, kírópraktor, dýralækni eða fótaaðgerðarfræðing, þá getur þú bókað það allt á Noona.

Af hverju?

Á Noona getur þú bókað hjá hverjum sem er, hvar sem er, hvenær sem er. Þannig getur þú:

  • Sparað þér tíma með því að þurfa ekki hringja til að bóka.
  • Fundið allar þær þjónustur sem þú mögulega gætir þurft á einum stað.
  • Afboðað með einum smelli.
  • Séð alla þá tíma sem þú átt framundan á einum stað.
  • Og fengið áminningar um alla þá tíma sem þú átt framundan.

Ef þú stundar oft viðskipti við fyrirtæki sem er ekki inni á Noona, endilega skjóttu á okkur línu með nafni fyrirtækisins ánoona@noona.is.