Íslenska

Heimsókn á Noztru - keramikmálun. Þetta virkar þannig að verð á heimsókn fer eftir verði hlutar sem hver og einn málar, flestir hlutirnir okkar eru í kringum 6.000,- kr. Innifalið í verði hlutar er öll málning, verkfæri og tveir tímar í sal, ásamt glerjun og brennslu. Þú sækir hlutinn þinn viku seinna.

Þessi viðburður er aðeins fyrir þá sem komið hafa á leirkvöld, til þess að glerja og mála leiraða hluti

Námskeið fyrir krakka 9 - 11 ára Fjórir morgnar frá 9:30 - 12:30 Hugmyndavinna, keramikmálun og leirað í höndunum. Allt efni innifalið í verði. Dagar: 9., 10., 11. og 14. júlí Staðsetning Noztra, skapandi smiðja, Grandagarði 14 Ef ekki næst lágmarksþátttaka og námskeið er fellt niður endurgreiðum námsgjöld að fullu.

Námskeið fyrir krakka 12-14 ára Fjórir dagar frá 13:00- 16:00 Hugmyndavinna, keramikmálun og leirað í höndunum. Allt efni innifalið í verði. Dagar: 9., 10., 11. og 14. júlí (4 virkir dagar) Staðsetning Noztra, skapandi smiðja, Grandagarði 14 Ef ekki næst lágmarksþátttaka og námskeið er fellt niður endurgreiðum námsgjöld að fullu.

Allt sem þarf til handmótaðar leirgerðar. Vertu með okkur í skemmtilegri leirvinnustofu þar sem þú lærir grunnatriði handmótunar og býrð t.d. til þinn eigin bolla! Með því að nota pulsu, kúlu eða fletja út tækni. Eftir vinnustofuna munum við brenna hlutinn þinn í ofninum okkar og þú getur síðan komið aftur til að glerja og mála hann í uppáhalds litnum þínum. Fullkomið fyrir byrjendur - engin reynsla nauðsynleg! Vinsamlegast athugið að það er 15 ára aldurstakmark á viðburðinn