Íslenska
Fyrrilífa dáleiðsla líkist í mörgu hugleiðslu. Hún hægir á meðvitundinni svo hægt sé að nálgast undirmeðvitundina og vinna með hana til þess að hjálpa þeim dáleidda og því sem er að hrjá hann. Dáleiðandinn leiðir einungis dáleiðsluna og heldur þeim dáleidda við efnið þannig að sem bestur árangur náist. Í raun og veru dáleiðir viðkomandi sjálfan sig og mun ekki gera neitt sem brýtur í bága við eðli hans. Hann mun muna allt sem kemur fram í dáleiðslunni og vera meðvitaður um hvað er um að vera. Fyrir dáleiðslutímana væri gott ef viðkomandi væri búinn að ákveða hvað hann vill vinna með eins og tilfinningar, samskipti, líkamleg einkenni eða það sem að gæti gagnast best í nánustu framtíð.
Reiki er heilun með handayfirlögn eða fjarheilun. Reiki er eingöngu jákvætt og skaðar engann sama hverjar aðstæðurnar eru. Það eina sem þarf er að þiggjandinn gefur leyfi til heilunar sama hvort hann trúir á heilun eða ekki
Bowentækni nemi búin með 2. stig. Gott er að vera í þægilegum fatnaði sem hægt er að vinna í gegnum. Ekki á að fara úr fötunum.