Íslenska
60 mínútna tími í gegnum myndsímtal þar sem við förum yfir stöðuna á þinni heilsu og vellíðan og hvernig þú getur á geranlegan hátt náð að upplifa betra jafnvægi og meiri lífsgleði í þínum lífsstíl. Við hittumst á tveggja vikna fresti í 6 mánuði á zoom. Hver tími er 60 mínútur og kostar 17.000 kr. Í fyrsta tímanum förum við yfir lífsstílinn þinn & tímastjórnun ásamt þeim markmiðum sem þú hefur og sjáum hvort að við getum unnið saman að því að hjálpa þér að blómstra meira og láta drauma þína rætast. Í hverjum tíma tökum við stöðuna á þér og ég aðstoða þig við að ná þeim markmiðum sem þú hefur sett þér og framfylgja þeim. Einnig mun ég koma með þann fróðleik sem við á hverju sinni.
90 mínútna tímar í gegnum myndsímtal sem fara fram á 2-3 vikna fresti. Í hverjum tíma fyrir sig skoðum við hvernig þú getur stigið fastar í styrkinn þinn, sleppt tökunum á takmarkandi hugsanamynstrum og áttað þig á þeim fallegu gjöfum sem búa innra með þér. Ég gef þér fróðleik, hvatningu og tól til þess að blósmtra betur í því fallega ferðalagi sem lífið er.