Íslenska
Í nuddinu mínu losa ég um bandvefinn fyrst og fremst. Þar með alla þá vöðva sem eru stífir eða vanvirkir á þeirri bandvefsbraut sem ég tek fyrir hverju sinni. Ég vinn að því að ná aftur fram því náttúrulega flæði sem líkaminn býr að og útrýma öllu sem stendur í vegi fyrir því. Nuddið er mitt eigið. Ég byggi mikið á námi mínu út í Indlandi og Kína en ég nota innsæi mitt mest af öllu. Það leiðir mig þangað sem einhver vitund innra með mér segir mér að fara. Líkaminn er mér þá líkt og hljóðfæri sem ég stilli af, líkt og um fiðlu eða píanó væri um að ræða.
Í nuddinu mínu losa ég um bandvefinn fyrst og fremst. Þar með alla þá vöðva sem eru stífir eða vanvirkir á þeirri bandvefsbraut sem ég tek fyrir hverju sinni. Ég vinn að því að ná aftur fram því náttúrulega flæði sem líkaminn býr að og útrýma öllu sem stendur í vegi fyrir því. Nuddið er mitt eigið. Ég byggi mikið á námi mínu út í Indlandi og Kína en ég nota innsæi mitt mest af öllu. Það leiðir mig þangað sem einhver vitund innra með mér segir mér að fara. Líkaminn er mér þá líkt og hljóðfæri sem ég stilli af, líkt og um fiðlu eða píanó væri um að ræða.
Í stökum tíma í stjörnukortalestri getum við farið yfir hvað sem vekur áhuga þinn á stjörnuspekinni. Hvort sem það er að fara lauslega yfir stjörnukortið í heild sinni og þau atriði sem standa uppúr og eru mikilvæg að vera meðvituð um. Eða eins og að velta upp atvinnu möguleikum, hverju maður gæti leitast eftir í maka, stefnubreytingar í lífinu. Í raun hvað sem er. Með aðstoð stjörnukortsins geri ég mitt besta til þess að hjálpa þér að spegla hvað það er sem liggur á hjarta.
Stóllinn er magnað verkfæri þar sem tveir partar innra með okkur, partar sem eru líkt og tveir orkulíkamar með sitthvort stjörnukortið, fá að setjast í sitthvorn stólinn og fá þar með rödd til að tjá sig. Annar parturinn er masculine, eða karlæga orkan innra með okkur og hinn er feminine, eða kvenlæga orkan. Þessir tveir partar hafa yfirleitt ólíkar þarfir og tjáningu. Þeir eru oft í mótstöðu við hvorn annan og fá ekki að sinna hlutverki sínu til fulls þegar við erum ekki meðvituð um þá. Með því að setjast í og skiptast á stólum fá þessir tveir partar rödd til að á tjá sig og upplifa sig aðskilinn frá hinum partinum. Markmið samtalsins er að þessir tveir partar sameinist um sameiginlega stefnu, byrji að róa í sömu átt og báðir partar einstaklingsins fá að skína. Þetta er töfrandi meðferð þar sem skýrleiki kemst á margt innra með okkur því við skiljum að þessu loknu okkur sjálf á nýjan máta. Við fáum innsýn inní einfaldleikann sem býr innra með okkur og fáum tækifæri til að takast á við okkur sjálf á nýja vegu.