Íslenska
Í fyrsta tíma er tekin sjúkra- og verkja- saga til þess að komast að uppruna verks. Þetta er greint með ítarlegri verkjasögu, líkamsskoðun og öðrum sérhæfðum prófum. Í framhaldi af greiningu mun þerapistinn leggja mat á stöðuna, setja upp meðferðaráætlun og framkvæma meðhöndlun ásamt því að veita ráðgjöf (batahorfur og forvörn/endurhæfing). Það getur komið til þess að skjólstæðingar verði beðnir um að klæðast úr að einhverju leyti, jafnvel niður á nærföt, til að tryggja góða og örugga framkvæmd meðferðar. Konur eru hvattar til að klæðast leggings eða stuttbuxum og hlýrabol, íþróttatopp eða brjóstahaldara, eftir því sem þeim hentar best.
Einungis bókanlegt fyrir þá sem hafa lokið sjúkra- og verkja- sögu í fyrsta tíma. Ef þú ert að glíma við nýjan verk eða vandamál, vinsamlegast bókaðu “endurkoma með nýtt vandamál/verk”.
Ef þú hefur komið til mín áður en ert nú að glíma við nýjan verk eða vandamál, þá vinsamlegast bókaðu hér. Við þurfum nefnilega að fara ítarlega yfir verkjasöguna og gera nýja skoðun, svo ég geti sinnt þér sem best.